Grindavík sem spilaði ekki með neinn bandarískan leikmann í kvöld sá í raun aldrei til sólar þegar leið á seinni hálfleikinn. Keflavík hefur verið í miklu stuði á leiktíðinni og fylgdi því eftir í kvöld. Að fimm umferðum loknum hefur Keflavík unnið alla leiki sína í deildinni og trónir á toppnum með fullt hús stiga, 10 stig. Grindavík var ósigrað fyrir leikinn, en er þá núna tveimur stigum á eftir Keflavík.
Þrír aðrir leikir voru spilaðir í deildinni í kvöld. Úrslit leikjanna urðu þau að KR sigraði Þór Ak. 92-88. Tindastóll vann Hött, 103-86 og Þór Þ. burstaði ÍR, 105-58.