Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Háskólanemar í kennslu á Hótel Sögu

25.01.2021 - 21:50
Mynd: Radissons Hotels / Mynd
Stúdentar í Háskóla Íslands mæta í tíma á Hótel Sögu í stað fyrirlestrasalanna sem urðu fyrir tjóni í vatnsflóðinu um miðja síðustu viku.

„Það er búið að vera unnið alla helgina við að það þurrka upp og varna frekara tjóni. Taka af gólfefni og skera inn í veggi. Og hér eru verktakar að störfum á vegum tryggingafélagsins,“ segir Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands.

Það er tryggingafélagið VÍS þar sem Veitur eru með tryggingar. VÍS hefur ekki gefið út afkomuviðvörun vegna tjónsins. Kristinn segir háskólann bíða niðurstöðu frá Veitum um það hvað olli því að kaldavatnsæðin gaf sig. Verktaki Veitna er SS verktak. Háskólinn hefur fengið ráðgjafa til að meta tjónið sem örugglega hleypur á hundruðum milljóna króna enda með ólíkindum hve vatnið flæddi víða.

Mestu vonbrigðin eru líklega hjá háskólastúdentum sem áttu loksins að fá að mæta í skólann eftir meira og minna tíu til ellefu mánaða fjarnám. 

„Við erum búin að útvega okkur húsnæði hérna út á Hótel Sögu á ráðstefnuhæðinni þar.“

Hvenær hefst sú kennsla þar á Hótel Sögu?

„Hún mun væntanlega hefjast núna á næstu dögum.“