Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Forsætisráðherra Ítalíu hættir á morgun

25.01.2021 - 19:17
Erlent · Conte · Ítalía · Stjórnmál
epa08756390 Italian Prime Minister, Giuseppe Conte attends a press conference to present the new measures contained in the new Ministerial Decree (DPCM) for the Covid-19 emergency, at the Palazzo Chigi in Rome, Italy, 18 October 2020. Conte will unveil further restrictions as new cases of coronavirus continue to rise.  EPA-EFE/ANGELO CARCONI
 Mynd: epa
Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte, tilkynnti í dag að hann ætli að segja af sér á morgun. Ítalir standa þannig eftir í töluverðri óvissu og ekki hefur verið upplýst um hvort boðað verði til kosninga strax eða ný ríkisstjórn mynduð.

Conte hefur undanfarna daga lagt allt kapp á að tryggja hreinan meirihluta á þingi til að geta myndað ríkisstjórn, en það gekk ekki sem skyldi. 

Fréttavefur Politico greinir frá því að Conte hafi haldið klukkustundalanga ræðu áður en hann tilkynnti afsögn sína, þar sem hann gagnrýndi andstæðinga sína, þá helst Matteo Salvini, leiðtoga hægri flokksins og innanríkisráðherra Ítalíu. 

„Þessu ríkisstjórnarsamstarfi lýkur hér,” sagði forsætisráðherrann fráfarandi. 

Stjórn Conte missti þingmeirihluta sinn þegar Viva Italia, flokkur Matteos Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði sig úr stjórn fyrr í þessum mánuði.

Meirihluti neðri deildar ítalska þingsins lýsti í síðustu viku yfir stuðningi við tilraunir Conte til stjórnarmyndunar, en honum tókst ekki að tryggja sér hreinan meirihluta í öldungadeildinni.

Fjölmiðlar segja að Conte vilji Renzi og flokk hans aftur í stjórn og auk þess tryggja sér frekari stuðning í öldungadeildinni.