Varnarmálaráðuneyti Taívans segir kínverska flugherinn hafa sent stórar sveitir herþotna langt inn í taívanska lofthelgi tvo daga í röð. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er fullyrt að átta kínverskar sprengjuþotur sem hannaðar eru til að bera kjarnavopn, fjórar orrustuþotur og ein kafbátaleitarvél hafi flogið inn í lofthelgina á laugardag. Á sunnudag voru það svo tólf kínverskar orrustuþotur, tvær kafbátaleitarvélar og ein njósnavél sem rufu lofthelgina.