Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fjölmargar kínverskar herþotur í taívanskri lofthelgi

25.01.2021 - 03:49
epa02451020 Chinese-made Chengdu J-10 fighter jets perform during the first day of the 8th China International Aviation & Aerospace Exhibition or 'Zhuhai International Air show 2010' in the southern Chinese city of Zhuhai 14 November 2010. The air show has attracted 600 exhibitors, including Boeing, Airbus, Rolls-Royce Group Plc and Honeywell International Inc., and which runs from 16 to 21 November 2010. China's J-10 fighter jet, Bombardier Inc. business jets and Airbus A380 and with more than 60 aircraft will take part in the air show.  EPA/YM YIK
Kínverskar Chengdu J-10 orrustuþotur á flugsýningu.  Mynd: epa
Varnarmálaráðuneyti Taívans segir kínverska flugherinn hafa sent stórar sveitir herþotna langt inn í taívanska lofthelgi tvo daga í röð. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er fullyrt að átta kínverskar sprengjuþotur sem hannaðar eru til að bera kjarnavopn, fjórar orrustuþotur og ein kafbátaleitarvél hafi flogið inn í lofthelgina á laugardag. Á sunnudag voru það svo tólf kínverskar orrustuþotur, tvær kafbátaleitarvélar og ein njósnavél sem rufu lofthelgina.

Kínverjar líta á Taívan sem hluta af Kína, en Taívanar segjast sjálfstæð þjóð. Stjórnmálaskýrendur telja að Kínverjar séu með þessu að sýna mátt sinn og megin og kanna um leið viðbrögð nýkjörins Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Washington hafa þegar komið óánægju sinni með þetta framferði kínverska flughersins á framfæri við yfirvöld í Peking og Joe Biden lýst „óbilandi stuðningi“ Bandaríkjanna við Taívan.