„Þá segir viðkomandi rekstraraðili að okkar eftirlitsmenn hafi verið þarna nokkrum dögum áður, sem við könnuðumst ekkert við,“ sagði Hjalti í Morgunútvarpinu á Rás 2. „Það var alveg ljóst að þeir tveir einstaklingar sem mættu þangað í eftirlit, þóttust vera eftirlitsmenn Matvælastofnunar, voru með grímu yfir andlitinu, voru alls ekki eftirlitsmenn Matvælastofnunar. Þeir upplýstu viðkomandi um að Matvælastofnun gæfi ekki skilríki til starfsmanna sína, settu út á starfsemin og stöðvuðu hana.“
„Hjalti segir að fólkið hafi tekið mennina á orðinu og var farið að bregðast við athugasemdum sem þeir gerðu. Hann segir að allir eftirlitsmenn Matvælastofnunar séu með auðkenniskort sem þeir eigi að framvísa sé þess óskað og eru í klæðum stofnunarinnar.
Ekki er vitað hvað hinum fölsku eftirlitsmönnum gekk til en málið hefur verið kært til lögreglu. „Ég hef heyrt um ýmsar sérkennilegar uppákomur sem eftirlitsmenn okkar hafa lent í í gegnum tíðina en að einhver annar sé búinn að fara í eftirlit rétt áður en við förum í eftirlit og undir okkar formerkjum, það er alveg nýtt.“