Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Tugir mótmælenda handteknir í Hollandi

24.01.2021 - 19:08
epa08962318 Demonstrators are sprayed by a water cannon on the Museumplein, where the police broke up a demonstration against the current coronation measures, in Amsterdam, the Netherlands, 24 January 2021. The square has been designated a safety risk area after disturbances a week earlier in a similar protest.  EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN
 Mynd: EPA-EFE - ANP
Mótmæli gegn útgöngubanni brutust út víða í Hollandi í dag. Í gærkvöldi tóku gildi reglur um útgöngubann frá klukkan níu á kvöldin til klukkan hálffimm um nætur. Útgöngubannið gildir til 10. febrúar.

Mörg hundruð manns söfnuðust saman í miðborg Amsterdam þar sem lögregla beitti hundum og vatnssprautum í von um leysa upp mótmælin. Í Eindhoven, í suðurhluta landsins, voru að minnsta kosti þrjátíu handteknir eftir að hópur mótmælenda kveikti í bílum og skemmdi sölubása við aðallestarstöð bæjarins. Þar beitti lögregla táragasi gegn mótmælendum.

epa08962155 Demonstrators gather on the Museumplein, where campaigner Michel Reijinga wants to drink coffee in protest against the current corona measures and the policy of outgoing Prime Minister Mark Rutte, in Amsterdam, the Netherlands, 24 January 2021. The square has been designated a safety risk area after disturbances a week earlier in a similar protest.  EPA-EFE/ROBIN VAN LONKHUIJSEN
 Mynd: EPA-EFE - ANP

Í Urk í norðurhlutanum kveiktu mótmælendur í COVID-skimunarstöð og AFP fréttastofan hefur eftir Hugo de Jonge, heilbrigðisráðherra landsins, að með íkveikjunni hafi mótmælendur farið yfir öll mörk. 

epa08961675 A view of fire damage at the corona test street of the GGD in the port area of Urk, The Netherlands, 24 January 2021, where dozens of young people protested after the curfew. An emergency order was issued and the Marechaussee were ready to intervene, to bring peace back to the fishing village.  EPA-EFE/EROEN JUMELET
 Mynd: EPA-EFE - ANP

Útgöngubannið, sem tók gildi í gær, er það fyrsta sem stjórnvöld í Hollandi hafa gripið til í faraldrinum, og það fyrsta í landinu frá því á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Nú þegar eru í gildi strangar takmarkanir í landinu, veitingastaðir og skemmtistaðir eru lokaðir og frá því í desember hafa skólar verið lokaðir, og flestar verslanir.

epa08962316 The police remove protesters from the 18 Septemberplein in Eindhoven, the Netherlands, 24 January 2021. Hundreds of people had gathered here in protest against the corona policy. Several people have been arrested. Mayor John Jorritsma had banned the demonstration for fear of disturbances.  EPA-EFE/ROB ENGELAAR
 Mynd: EPA-EFE - ANP
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV