Snjóflóð féll í gær skammt frá bænum Smiðsgerði í Skagafirði, undir Kolbeinsstaðahnjúkum. Engan sakaði í flóðinu og það eina sem skemmdist var bárujárnsskúr, sem það hreif með sér. mbl.is greinir frá og hefur eftir Óliver Hilmarssyni, snjóflóðasérfræðingi á Veðurstofunni, að flóðið hafi að líkindum fallið í fyrrinótt eða snemma í gærmorgun. Það stöðvaðist um 250 metra frá bænum.