Ísland er fyrir leikinn með tvö stig í milliriðli 3 og á ekki lengur möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Noregur er aftur á móti í harðri baráttu um sæti í 8-liða úrslitum. Úrslitin í viðureign Frakklands og Portúgals hafa mikið að segja varðandi möguleika norska liðsins en sigur gegn Íslandi myndi vissulega hjálpa Noregi í baráttunni.
Norska liðið hefur á að skipa einum allra besta handboltamanni heims, Sander Sagosen, sem er næst markahæstur og stoðsendingahæstur á HM hingað til.
Leikurinn hefst klukkan 17 en upphitun hefst í HM-stofunni klukkan 16:30.
Þessir leikir verða sýndir beint í dag:
- 14:30 Alsír - Sviss á RÚV
- 17:00 Ísland - Noregur á RÚV (HM-stofan hefst 16:30)
- 19:30 Frakkland - Portúgal á RÚV 2