Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

HM í dag: Lokaleikur Íslands gegn Noregi

epa08958311 Players of Iceland line up before the Main Round match between Iceland and France at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 22 January 2021.  EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL
 Mynd: EPA

HM í dag: Lokaleikur Íslands gegn Noregi

24.01.2021 - 06:00
Ísland leikur í dag sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi. Andstæðingur dagsins er eitt besta landslið heims, Noregur, en leikurinn hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2.

Ísland er fyrir leikinn með tvö stig í milliriðli 3 og á ekki lengur möguleika á sæti í 8-liða úrslitum. Noregur er aftur á móti í harðri baráttu um sæti í 8-liða úrslitum. Úrslitin í viðureign Frakklands og Portúgals hafa mikið að segja varðandi möguleika norska liðsins en sigur gegn Íslandi myndi vissulega hjálpa Noregi í baráttunni.

Norska liðið hefur á að skipa einum allra besta handboltamanni heims, Sander Sagosen, sem er næst markahæstur og stoðsendingahæstur á HM hingað til. 

Leikurinn hefst klukkan 17 en upphitun hefst í HM-stofunni klukkan 16:30. 

Þessir leikir verða sýndir beint í dag: 

  • 14:30 Alsír - Sviss á RÚV
  • 17:00 Ísland - Noregur á RÚV (HM-stofan hefst 16:30)
  • 19:30 Frakkland - Portúgal á RÚV 2