Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

„Búinn að gefa skyttunum mínum skotleyfi“

Mynd: EPA / EPA

„Búinn að gefa skyttunum mínum skotleyfi“

24.01.2021 - 16:29
„Við þurfum að ráða við þessar árásir sem þeir gera í sínum sóknarleik,“ segir Guðmundur Guðmundsson um það sem bíður íslenska liðsins gegn sterku liði Noregs á HM í dag. Guðmundur segist hafa gefið skyttum Íslands skotleyfi í leiknum.

„Við verðum að fá eitthvað af skotum og mörkum fyrir utan. Ef það tekst fer keðjuverkun af stað,“ segir Guðmundur. „Ég er búinn að gefa skyttunum skotleyfi ef svo má segja.“

Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 17 í dag en um lokaleik Íslands á HM er að ræða. 

Viðtalið við Guðmund í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.