
Báðir foreldrar mega mæta í ungbarnavernd
„Þetta hefur verið þannig frá því síðastliðið vor að bara móðirin hefur mátt mæta í mæðraverndina og bara annað foreldrið í ung- og smábarnaverndina. En núna, sökum þess að það er mjög lítið um smit í samfélaginu, þá höfum við ákveðið á opna þetta aftur,“ segir Ragnheiður Ósk.
Hún segir að þetta sé mikill léttir fyrir fólk. „Jú, þetta er mikill léttir og mikil eftirspurn eftir þessu. Auðvitað vilja báðir foreldrar fylgja, bæði í mæðraverndina og í ung- og smábarnaverndina,“ segir hún.
Heilsugæslan minnir á að þrátt fyrir þessar tilslakanir verði allir sem koma á heilsugæslustöðvar að passa áfram upp á smitvarnir og taka tillit til annarra. Verðandi foreldrar og foreldrar sem eru veikir mega alls ekki koma í mæðravernd eða ung- og smábarnavernd.