Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Annar þeirra sem greindust var í sóttkví og hinn ekki. Átta greindust á landamærunun. Ekki liggur fyrir hversu mörg sýni voru tekin í gær. Í fyrradag greindist einn með smit og sá var í sóttkví. Daginn þar áður greindist enginn.