Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

2 smit innanlands í gær — einn í sóttkví

24.01.2021 - 11:03
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Annar þeirra sem greindust var í sóttkví og hinn ekki. Átta greindust á landamærunun. Ekki liggur fyrir hversu mörg sýni voru tekin í gær. Í fyrradag greindist einn með smit og sá var í sóttkví. Daginn þar áður greindist enginn.

Vert er að hafa í huga að jafnan eru tekin færri sýni um helgar en á virkum dögum og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ítrekað bent á að túlka þurfi tölur um helgar með gát. Þá sagði Víðir Reynisson í samtali við fréttastofu í gær að hann óttaðist að tölur síðustu daga gæfu ekki rétta mynd af stöðunni á faraldrinum, enda væri fólk óduglegra við að mæta í sýnatöku en áður. Hann sagði mikilvægt að allir með einkenni COVID-19 létu athuga hvort þeir væru sýktir.