Mynd:

Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.
Varðskipið Þór fer vestur á Flateyri í nótt
23.01.2021 - 19:12
Áhöfn á varðskipinu Þór hefur verið kölluð út. Varðskipið leggur úr höfn í Reykjavík síðar í kvöld vestur á Flateyri til að vera til taks vegna snjóflóðahættu. Varðskipið Týr liggur við bryggju á Akureyri vegna snjóflóðahættu á Tröllaskaga.
Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Vonir standa til að Þór verði kominn vestur á Flateyri um hádegisbil á morgun.
4 íbúðarhús hafa verið rýmd eftir að hættustigi var lýst yfir á Flateyri. Eins er hættustig á Ísafirði og Siglufirði. Þá er óvissustig í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu.
Varðskipið Týr hefur verið á Eyjafirði frá því á miðvikudag og liggur nú við bryggju á Akureyri. Skipin eru til taks með björgunarbúnað og til að flytja fólk sjóleiðina ef landleiðin er ófær, komi til björgunar.