Cervar klárar þó lokaleik Króatíu á HM en liðið á raunar enn möguleika á því að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Þá þarf liðið að vinna Danmörku og treysta á að Katar vinni Argentínu. Cervar átti að stýra Króatíu fram yfir Ólympíuleikana í Tókýó.
Cervar er goðsögn í heimalandinu enda hefur hann náð stórkostlegum árangri í gegnum tíðina með lið Króatíu. Hann þjálfaði liðið fyrst frá 2002 til 2010 og svo aftur frá 2017. Hann hefur gert Króatíu að heims- og Ólympíumeistara auk þess að vinna til fimm silfurverðlauna á heims- og Evrópumótum.
Wow! Lino Cervar has resigned as national coach on live TV just after the defeat against Argentina. He emphasized his decision 3 times.
(Via @tomacro1989)#handball #egypt2021— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 23, 2021