Barein tapaði fyrsta leik í milliriðli 2 fyrir Króatíu með tíu marka mun, 28-18, á meðan Katar tapaði fyrir Danmörku með níu marka mun, 32-23. Katar er eftir sigurinn í dag í 3. sæti með 4 stig á eftir Króatíu og Danmörku sem eru með fimm og sex stig í toppsætunum og með leik til góða. Barein er án stiga í botnsætinu.
Barein og Katar þekkja hvort annað inn og út. Fyrir utan að vera nágrannar í Persaflóanum hafa liðin mæst þrívegis í úrslitum Asíukeppninnar í handbolta frá 2014. Í öll skiptin vann Katar en Katarar unnu keppnina svo fjórða skiptið í röð þegar liðið hafði betur gegn Suður-Kóreu á síðasta ári.
Lokaleikur Barein í milliriðli verður gegn Japan á mánudag þar sem Halldór Jóhann og Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, mætast á hliðarlínunni.