Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hertari aðgerðir í Ósló og nágrenni

23.01.2021 - 19:48
Röð í áfengisverslun í Sandvika.
 Mynd: NRK - Skjáskot
Norsk stjórnvöld gripu í skyndi til harðra aðgerða í Ósló og nágrenni í morgun vegna útbreiðslu breska afbrigðis COVID-19. Fjöldi Norðmanna dreif sig í áfengisverslanir til að ná sér í byrgðir áður en þeim var lokað.

Í morgun var upplýst að breska afbrigði kórónuveirunnar væri farið að breiðast út um Austur-Noreg. Því hafi verið ákveðið að grípa til harðari aðgerða í Ósló og níu öðrum sveitarfélögum í nágrenninu sem gilda út mánuðinn. Nánast allar samkomur eru bannaðar, skólastarf verður skert eins og hægt er og veitingastöðum, skemmtigörðum, íþróttahúsum og fleiru slíku verður lokað. Það á einnig við um verslanir, nema matvöru- og lyfjabúðir og bensínstöðvar.

„Við verðum að grípa til svona aðgerða til að hefta útbreiðslu þessa stökkbreytta afbrigðis. Síðan verðum við að spila þetta eftir eyranu en nú verða allir að standa saman,“ sagði Erna Solberg forsætisráðherra Noregs.

Margir drifu sig í áfengisverslunina áður en hún skellti í lás og mynduðust víða langar raðir, enda hún ein af þeim verslunum sem verður lokað í rúma viku hið minnsta. Flestar verslanirnar máttu aðeins vera með takmarkaðan fjölda inni í einu til að hægt væri að halda tveggja metra fjarlægð, en eftir því 

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV