Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Haukar unnu fallslaginn í Hafnarfirði

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Haukar unnu fallslaginn í Hafnarfirði

23.01.2021 - 21:48
Haukar höfðu betur gegn HK í Olísdeild kvenna í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Fyrir leikinn voru Haukar í fallsæti, tveimur stigum á eftir HK.

Jafnt var á öllum tölum í leikhléi, 11-11, en Haukar unnu að lokum með sex marka mun, 27-21. Liðin eru eftir leikin jöfn að stigum með fjögur stig í 6. til 7. sæti en Haukar eiga leik til góða. FH er á botni deildarinnar án stiga. 

FH-ingar steinlágu einmitt gegn Fram í Safamýri fyrr í dag. Fram vann leikinn með 21 marks mun, 41-20. Fram fór með sigrinum upp að hlið Vals á topp deildarinnar með átta stig. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði 12 mörk fyrir Fram í leiknum. 

Þá vann Stjarnan ÍBV með einu marki í Vestmannaeyjum, 30-29. Stjarnan fór með sigrinum upp fyrir ÍBV í 4. sæti. Eva Björk Davíðsdóttir skoraði átta mörk fyrir Garðbæinga í leiknum.