Breskir vísindamenn segja að óljós merki um að breska afbrigði kórónuveirunnar sé hættulegra en önnur ættu ekki að hafa áhrif á ákvarðanir yfirvalda um sóttvarnaaðgerðir.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði á blaðamannafundi í dag að vísbendingar væru uppi um að breska afbrigði veirunnar væri banvænna en önnur. Hann vísaði í rannsókn breskra vísindamanna og breska ríkisútvarpið hafði eftir einum þeirra í dag að þetta væri enn mjög óljóst.
Annar vísindamaður furðaði sig á því að forsætisráðherrann hefði vísað í niðurstöðurnar því vísbendingarnar væru ekki skýrar. Sá þriðji sagði of snemmt að fullyrða um þetta.
Eftir ræði forsætisráðherrans á blaðamannafundinum fyrr í dag sagði Sir Patrick Vallance, ráðgjafi hans, að það væri enn mikil óvissa í kringum niðurstöðurnar. Bráðabirgðaniðurstöður bentu þó til þess að breska afbrigðið gæti verið um 30 prósent banvænna en önnur.