Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Skotgöt í rúðum í skrifstofuhúsi Samfylkingarinnar

22.01.2021 - 10:47
Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon / Kristinn Þeyr Magnússon
Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú göt, sem virðast vera eftir byssukúlur, í gluggarúðum í Sóltúni 26 í Reykjavík. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en gefur ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Á jarðhæð hússins, þar sem talið er að skotið hafi verið á glugga, eru skrifstofur Samfylkingarinnar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru göt á að minnsta kosti sex rúðum á skrifstofunni. Starfsfólk varð vart við götin þegar það mætti til vinnu í morgun. Engan sakaði. Starfsemi skrifstofunnar fer nú fram annars staðar og tæknideild lögreglu rannsakar málið. 

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV