Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Michel þrýsti á að Navalny yrði sleppt

22.01.2021 - 10:59
epa08956635 European Council President Charles Michel during a press conference after a video summit of the European Council members, in Brussels, Belgium, 21 January 2021. EU member countries' heads of states and governments agreed on keeping the intra-EU borders open although restrictions on non-essential travel are an option in order to combat the spread of the pandemic Sars-CoV-2 coronavirus and its variants.  EPA-EFE/OLIVIER HOSLET / POOL
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Mynd: EPA-EFE - EPA POOL
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hringdi í morgun í Vladimir Pútín, forseta Rússlands, og þrýsti á að rússneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navany yrði sleppt úr haldi.

Ríki Evrópusambandsins hvettu til að Navalny yrði sleppt og að hafin yrði án tafar ítarleg og gagnsæ rannsókn á tilraun til þess að ráða hann af dögum. 

Navalny veiktist alvarlega í flugi frá Síberíu í ágúst og eftir stutta dvöl á sjúkrahúsi í Omsk var hann fluttur undir læknishendur í Þýskalandi.

Hann og fylgismenn staðhæfa að útsendarar Pútíns hafi byrlað honum eitur. Navalny sneri heim til Rússlands um síðustu helgi og var þá þegar handtekinn.