
Máli Jóns Baldvins vísað aftur til héraðsdóms
Landsréttur vísaði málinu aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna þess að meira en fjórar vikur liðu frá því að munnlegur málflutningur um frávísunarkröfuna lauk þar til úrskurður var kveðinn upp.
„Málið var ekki flutt að nýju og verður hvorki ráðið að aðilum hafi verið gefinn kostur á því né að þeir hafi lýst því yfir að þess gerðist ekki þörf og dómari væri því sammála. Samkvæmt framangreindu verður að ómerkja hinn kærða úrskurð og vísa málinu heim í hér að til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar að nýju,“ segir í úrskurði Landsréttar.
Jón Baldvin var ákærður fyrir að hafa strokið Carmen Jóhannsdóttur utanklæða á rassi á heimili hans í Granada á Spáni 2018. Hann hefur alla tíða haldið fram sakleysi sínu og sagt að brotið hafi verið sviðsett.