
Lögregla leitar manns sem beraði sig við Seljaskóla
Önnur tilkynning barst svo lögreglu í gærmorgun þar sem greint frá afar óviðeigandi hegðun karlmanns við sama skóla. Lögregla telur líklegt að um sama manninn sé að ræða.
Hann er sagður hár og grannur og vera í kringum þrítugt. Hann var klæddur í svartar gallabuxur, úlpu og með svarta húfu og grímu. Lögregla biður fólk sem býr yfir upplýsingum um málið, eða telur sig vita hvaða maður á í hlut, um að koma upplýsingum á framfæri í tölvupósti á netfangið [email protected] eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Gærkvöldið og nóttin voru annars harla róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt dagbók hennar. Helstu fréttirnar eru þær að nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vann við að dæla vatni úr byggingum Háskóla Íslands til klukkan 15 í gær. Alls var farið í 127 sjúkraflutninga, sex þeirra voru vegna COVID-19 og 35 voru forgangsútköll. Auk útkallsins vegna lekans á háskólasvæðinu í gær fór slökkviliðið í tvö minniháttar útköll.