Fjórir hafa í dag verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír karlar á þrítugsaldri í áframhaldandi gæsluvarðhald í viku eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í síðustu viku og einn karlmaður um fertugt í fimm daga varðhald vegna rannsóknar á heimilisofbeldi og frelsissviptingu.