Frakkar eru enn með fullt hús stiga en liðið vann þriggja marka sigur á Alsír, 29-26, í fyrsta leik í milliriðli á meðan Ísland tapaði fyrir Sviss, 20-18.
Leikurinn hefst klukkan 17 en bein sjónvarpsútsending hefst með upphitun í HM-stofunni á RÚV klukkan 16:30 í dag.
Alls verða þrír leikir í beinni útsendingu í dag en þeir eru allir í milliriðli Íslands:
- 14:30 Sviss - Portúgal á RÚV
- 17:00 Ísland - Frakkland á RÚV (HM-stofa hefst 16:30)
- 19:30 Noregur - Alsír á RÚV 2