Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú eldsvoða á Kirkjuvegi 7 á Ólafsfirði, sem kom upp aðfararnótt 18. janúar. Íbúi neðri hæðar hússins var handtekinn á vettvangi en grunur er að um íkveikju sé að ræða.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn sé á frumstigi og leitað var aðstoðar tæknideildar lögreglu sem rannskaði vettvanginn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar er væntanleg.
Skýrslur verða teknar af vitnum svo fljótt sem verða má, þegar veður gengur niður og færð um Ólafsfjarðarmúla batnar. Lögregla veitir ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.