Death Cab For Cutie – Waterfalls
Ben Gibbard hefur verið duglegur við ábreiðslur í pestinni og hent á alnetið nýjum útgáfum af Bítlunum, Radiohead og fleirum. Nú fannst honum vera kominn tími til að taka fyrir listamenn úr Georgíuríki í USA og gaf út þröngskífuna Georgia EP. Þar er að finna útgáfur sveitarinnar af R.E.M.-laginu frábæra Fall On Me auk laga Cat Power, Neutral Milk Hotel, Vic Chestnut og auðvitað TLC, Waterfalls, sem allir næntískrakkar muna auðvitað dansinn við.