Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Einkunnir Loga: Magnaður Viggó í hörkuleik

Mynd: RÚV / RÚV

Einkunnir Loga: Magnaður Viggó í hörkuleik

22.01.2021 - 19:29
Viggó Kristjánsson var maður leiksins að mati Loga Geirssonar, sérfræðings HM-stofunnar, í naumu tapi Íslands gegn Frakklandi á HM í Egyptalandi í kvöld. Íslenska liðið spilaði afar vel á köflum og svekkjandi fyrir liðið að hafa ekki náð stigi út úr leiknum.

Viggó skoraði sjö mörk í leiknum, öll í seinni hálfleik. Bjarki Már skoraði níu mörk í dag og Sigvaldi Björn Guðjónsson fjögur. Viktor Gísli Hallgrímsson var með 38% markvörslu.

1. Viggó Kristjánsson - 9

2. Bjarki Már Elísson - 8

3. Viktor Gísli Hallgrímsson - 8

4. Gísli Þorgeir Kristjánsson - 8

5. Sigvaldi Björn Guðjónsson - 8