Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Austin fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna

22.01.2021 - 22:14
epa08958339 Newly appointed Secretary of Defense Lloyd Austin (R) arrives at the Pentagon for his first day on the job in Arlington, Virginia, USA, 22 January 2021.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA - RÚV
Loyd Austin skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í dag, en hann er fyrsti þeldökki maðurinn sem tekur sæti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joe Biden á Austin sem varnarmálaráðherra í dag.

Loyd Austin er 67 ára, fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríska hernum. Hann og Joe Biden hafa gefið það út að þeir vilji auka fjölbreytileika innan hersins, sem er stærsti vinnuveitandi Bandaríkjanna. Mikill meirihluti hermanna eru hvítir karlar, sérstaklega þeir sem eru hærra settir innan hersins. Reuters greinir frá þessu.

Og Austin beið ekki boðana. Fljótlega eftir að hann sór embættiseið hélt hann rakleiðis til Pentagon þar sem hann ræddi um aðgerðir gegn veirunni og aðkomu hersins í þeim efnum við hátt setta embættismenn innan varnarmálaráðuneytisins. Rúmlega 400.000 hafa látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum. 

Austin þekkir það vel að vera fyrsti þeldökki maðurinn til að gegna ýmsum stöðum. Í gegnum tíðina hefur hann fengið þá nafnbót ítrekað fyrir afrek sín innan hersins. Hann settist í helgan stein innan hersins árið 2016. 

„Þetta er í rauninni sorglegt. Það hefði ekki átt að taka þetta langan tíma fyrir okkur að komast hingað. Það hefði einhver átt að ná þessu á undan mér,“ sagði Austin í myndskilaboðum á Twitter fyrr í þessum mánuði.  

 

epaselect epa08950116 Retired General Lloyd Austin testifies before the Senate Armed Services Committee during his conformation hearing to be the next Secretary of Defense in the Dirksen Senate Office Building in Washington, DC, USA, 19 January 2021.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO
 Mynd: EPA - RÚV