Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Útgöngubann um nætur í Hollandi

21.01.2021 - 20:54
epa08893385 People queue up at the Lindengracht market in Amsterdam, The Netherlands, 19 December 2020. Many surrounding stores have closed due to a hard lockdown in the country from 15 December until at least 19 January. The number of coronavirus disease (COVID-19) infections is so high that non-essential stores, among others, remain closed.  EPA-EFE/RAMON VAN FLYMEN
 Mynd: EPA
Hollenska þingið samþykkti í dag útgöngubann um nætur sem tekur gildi á laugardag, vegna útbreiðslu veirunnar. Þetta er fyrsta útgöngubannið í landinu síðan í síðari heimsstyrjöld.

Áhyggjur af útbreiðslu á stofni veirunnar sem hefur dreift sér víða á Bretlandi, eru ástæða þess að gripið er til útöngubannsins, sem gildir frá klukkan níu á kvöldin til hálf fimm á morgnana. Bannið verður í gildi til 19. febrúar og sektin fyrir brjóta gegn því jafngildir um fimmtán þúsund íslenskum krónum. 

Nú eru í gildi í Holllandi ströngustu takmarkanir síðan faraldurinn hófst og hafa veitingastaðir og barir verið lokaðir síðan í október, og skólar og verslanir sem ekki selja nauðsynjar, síðan í desember. Þá hefur verið sett bann á allt flug frá Bretlandi, Suður-Afríku og Suður-Ameríku til Hollands. Afbrigði veirunnar, sem talin eru smitast mun hraðar en önnur, hafa mestmegnis verið greind í Bretlandi, Suður-Afríku og í Brasilíu. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir