„Við erum með ungt og kvikt lið. Við erum snöggir og þurfum að nota þann styrkleika betur. Og bara almennt spila betur á okkar styrkleikum,“ segir Gísli Þorgeir en íslenska liðið leikur á morgun sinn annan leik í milliriðli. Hann segir margt hægt að læra af tapinu gegn Sviss.
„Fyrst og fremst þurfum við að vera áræðnari og taka handbremsuna af,“ segir Gísli sem hefur skorað 12 mörk og gefið 11 stoðsendingar á HM hingað til.
„Ég er sannfærður að við erum með lausnir. Við erum ekkert ráðalausir. Eins og í leiknum í gær fengum við alveg helling af færum. En það er alveg klárt að við þurfum að laga okkar mál fyrir leikinn á morgun.“
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 á morgun en upphitun hefst í HM-stofunni klukkan 16:30.