„Frakkarnir eru náttúrulega bara með topplið og leikmenn þeirra í öllum stöðum að spila í toppklúbbum. Þetta verður krefjandi og skemmtilegt verkefni fyrir okkur,“ segir Ólafur sem er næstmarkahæsti leikmaður Íslands á HM með 18 mörk í fjórum leikjum. Þá hefur Ólafur einnig verið einn af lykilmönnum Íslands í varnarleiknum.
„Við munum klárlega taka þennan flotta varnarleik úr Svissleiknum með okkur. Við hefðum reyndar viljað nokkur hraðaupphlaup ofan á þennan fína varnarleik. Ef við náum að bæta því við á morgun getum við strítt Frökkunum,“ segir Ólafur.
Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 17 á morgun en HM-stofan er á dagskrá RÚV 16:30.