Ólafsfjarðarmúla var lokað á áttunda tímanum í kvöld og hættustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu. Hættustig er vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og gul viðvörun í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði.