Mynd: Birgir Þór Harðarson

Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.
Óboðinn gestur í Grafarvogi og hnupl í Breiðholti
21.01.2021 - 06:17
Lögreglan vísaði óvelkomnum gesti út af heimili í Grafvarvogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir einnig að frá því að á svipuðum tíma stöðvuðu öryggisverðir mann á leið út úr verslun í Neðra-Breiðholti.
Sá var með vörur innan klæða sem hann hafði ekki borgað fyrir og var hann enn í höndum varðanna þegar lögreglu bar að garði.
Maður var handtekinn í Hafnarfirði síðdegis í gær, grunaður um ræktun plantna til fíkniefnaframleiðslu, Lögregla gerði plöntur og búnað upptæk og lét manninn lausan að lokinni skýrslutöku.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti alls 99 sjúkraflutninga undanfarinn sólarhring, þar af voru 20 forgangsflutningar og sex vegna COVID-19. Jafnframt fór slökkviliðið í fimm útköll að undanskildum vatnslekanum á háskólasvæðinu, öll voru minniháttar.