„Það er ennþá myrkur. Það er rafmagnslaust í Gimli. Þar flæddi vatnið svo hátt í kjallaranum að það fór upp á rafmagnstöflu og sló öllu út. Mesta tjónið er á Háskólatorgi og í Gimli. Vatn flæddi hér um allt í stríðum straumum. Þegar fer að birta sjáum við hvernig skemmdir hafa orðið á umhverfinu hér í kring,“ sagði Kristinn í fréttum útvarps klukkan níu. „Við erum ekki alveg komin með það á hreint hvort að einhver menningarleg verðmæti hafi skemmst. Við erum með listasafn í þessum húsum og svo er Árnastofnun í Árnagarði en við höldum að það hafi sloppið.“
Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður sagði að það væri skelfilegt umlits í Háskólatorgi þar sem hún var þá stödd. Þar var allt á floti. „Fínu rauðu gólfteppin eru eins mýrarfen, getum við sagt. Það er augljóst að það hefur orðið mikið tjón hérna.“