Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

HM í dag: Lærisveinar Alfreðs mæta Spáni

epa08939910 Germany's head coach Alfred Gislason (C) reacts during the match between Germany and Uruguay at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 15 January 2021.  EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AFP POOL

HM í dag: Lærisveinar Alfreðs mæta Spáni

21.01.2021 - 06:30
Sjö leikir eru á dagskrá á HM í handbolta í dag og þrír þeirra verða í beinni útsendingu á rásum RÚV. Stórleikur er á dagskrá klukkan 19:30 þegar Þýskaland, sem Alfreð Gíslason stýrir, mætir Spáni í milliriðli eitt.

Spánn er með þrjú stig í milliriðlinum fyrir leikinn og Þýskaland tvö. Ungverjaland er hins vegar á toppi þess riðils með fjögur stig en Ungverjaland mætir Brasilíu í dag.

Þá mætir Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar, sterku liði Króatíu kl. 17. Barein er án stiga í milliriðli 2 en andstæðingar þeirra í Króatíu eru með þrjú stig. Danmörk sem trónir á toppi milliriðils 2 með fjögur stig mætir þá Katar sem er með tvö stig.

Leikir dagsins:
14:30 Japan-Argentína í milliriðli 2 BEINT á RÚV
14:30 Úrúgvæ-Pólland í mililriðli 1
17:00 Ungverjaland-Brasilía í milliriðli 1
17:00 Angóla-Kongó í forsetabikarnum
17:00 Króatía-Barein í milliriðli 2 BEINT á RÚV2
19:30 Danmörk-Katar í milliriðli 2
19:30 Spánn-Þýskaland í milliriðli 1 BEINT Á RÚV2