Markalaust var í leikhléi en á leið til búningsherbergja hnakkrifust Þjóðverjinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og Englendingurinn Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley.
Jurgen Klopp & Sean Dyche exchange strong words in the tunnel at half-time pic.twitter.com/rvnGEWMBiX
— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021
Á 83. mínútu fékk Burnley vítaspyrnu og úr henni skoraði Ashley Barnes það sem reyndist sigurmark leiksins og Burnley vann 1-0.
Burnley nældi í mikilvæg stig í fallbaráttunni en Englandsmeistarar Liverpool eru komnir niður í 4. sæti deildarinnar.
Liverpool hefur ekki enn tekist að skora í deildarleik á árinu 2021 en síðasti sigurleikur liðsins í deildinni var gegn Tottenham 16. desember.
Síðustu fimm deildarleikir Liverpool:
- 1-0 tap fyrir Burnley
- 0-0 jafntefli gegn Manchester United
- 1-0 tap fyrir Southampton
- 0-0 jafntefli gegn Newcastle
- 1-1 jafntefli gegn West Brom