„Hann var auðvitað mjög leiður yfir því,“ sagði Guðmundur í samtali við RÚV í Egyptalandi í dag og bætti við. „Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að kyngja þannig lagað og ég hafði bara skilning á hans óskum hvað þetta varðar.“
Ekki náð sér alveg á strik eftir höfuðhöggið
Guðmundur segir að Alexander hafi aldrei náð að komast í sinn gamla takt eftir höfuðhöggið sem hann fékk í fyrsta leiknum við Portúgal í undankeppni EM í aðdraganda heimsmeistaramótsins.
„Það hefur ekki verið auðvelt fyrir Alexander að komast aftur í takt eftir höfuðhöggið. Hann datt út í viku og náði sér aldrei á strik þannig lagað, en varnarlega stóð hann sig vel eins og alltaf,“ segir Guðmundur og segir mikið högg að missa leikmanninn í næstu tvo leiki. „Alexander skilur eftir sig gríðarlegt skarð í liðinu og ég þakka honum bara fyrir hans framlag sem var frábært eins og alltaf.“
Ísland mætir Frakklandi klukkan 17 á morgun og Noregi klukkan 17 á sunnudag.
Hægt er að sjá viðtalið við Guðmund í heild í spilaranum hér að ofan.