Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Avril Haines verður yfir leyniþjónustunni

21.01.2021 - 13:41
President-elect Joe Biden’s pick for national intelligence director Avril Haines listens during a confirmation hearing before the Senate intelligence committee on Tuesday, Jan. 19, 2021, in Washington. (Melina Mara/The Washington Post via AP, Pool)
 Mynd: AP - Washington Post
Avril Haines varð fyrst nýrra lykilmanna í bandaríska stjórnkerfinu til að hljóta blessun öldungadeildar þingsins. Hún verður yfirmaður bandarísku leyniþjónustustofnananna.

Haines hlaut atkvæði 84 þingmanna. Tíu voru á móti. Hún verður fyrst kvenna til að stýra leyniþjónustustofnunum Bandaríkjanna, sem eru átján talsins. Hún var áður aðstoðarforstjóri CIA og aðstoðar-öryggismálastjóri Bandaríkjastjórnar í forsetatíð Baracks Obama. 

Við yfirheyrslur í öldungadeildinni sagði Avril Haines að eitt af verkefnum hennar yrði að koma á trausti að nýju milli leyniþjónustustofnanna og helstu bandalagsþjóða Bandaríkjanna. Það er sagt hafa dvínað í stjórnartíð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV