Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Alexander farinn heim af HM

epa08937893 Alexander Petersson (R) of Iceland in action against Alexis Borges (L) of Portugal during the match between Portugal and Iceland at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 14 January 2021.  EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL
 Mynd: EPA

Alexander farinn heim af HM

21.01.2021 - 10:21
Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í morgun að Alexander Petersson hafi haldið frá HM í Egyptalandi til síns heima í gærkvöldi af persónulegum ástæðum.

Alexander hefur leikið alla fjóra leiki Íslands á heimsmeistaramótinu og skorað 7 mörk og verið lykilmaður í varnarleik liðsins.

Engar nánari ástæður eru gefnar fyrir brotthvarfi Alexanders aðrar en að þær séu persónulegar. Í morgun greindi handbolti.is frá því að Alexander hefði samið við Flensburg út leiktíðina.

Tilkynning HSÍ:

Alexander Petersson er farinn til síns heima af persónulegum ástæðum.

Alexander Petersson hélt af stað heimleiðis eftir leik Íslands og Sviss í gærkvöldi af persónulegum ástæðum. Alexander hefur tekið þátt í öllum fjórum leikjum Íslands það sem af er á HM í handbolta í Egyptalandi og skoraði hann samtalst 7 mörk í leikjunum.

HSÍ vill þakka Alexander kærlega fyrir þátttökuna í mótinu og samveruna frá því landsliðið kom saman til æfinga 2. janúar síðastliðinn.

Tengdar fréttir

Handbolti

Alexander á leið til Flensburg