Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Alexander á leið til Flensburg

epa08125376 Iceland's Alexander Petersson in action during the Men's EHF EURO 2020 Handball preliminary round match between Iceland and Russia in Malmo, Sweden, 13 January 2020.  EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN  SWEDEN OUT
 Mynd: EPA

Alexander á leið til Flensburg

21.01.2021 - 08:22
Alexander Petersson gengur til liðs við þýska liðið Flensburg frá Rhein-Neckar Löwen að loknu heimsmeistaramótini í handbolta í Egyptalandi. Þetta kemur fram á handbolti.is í dag.

Frétt handbolti.is má lesa hér.

Dagblaðið Flensburger Tageblatt greindi fyrst frá þessu og handbolti.is hefur heimildir fyrir því sama.

Flensburg hefur leitað að afleysingu fyrir þýska landsliðsmanninn Franz Semper sem sleit krossband fyrir skömmu síðan. Alexander, sem stendur á fertugu, þekkir til hjá Flensburg en hann lék með liðinu frá 2007 til 2010. Hann semur til loka leiktíðarinnar. Samningur hans við Rhein-Neckar Löwen rennur út í sumar.

Flensburg er í efsta sæti þýsku deildarinnar sem stendur og leikur í Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur þrívegis orðið þýskur meistari, síðast árið 2019.