Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Samskipti við Bandaríkin byggja ekki á einstaklingum

20.01.2021 - 19:59
Mynd: Hjalti Haraldsson / RÚV
Samskipti Íslands og Bandaríkjanna byggja ekki á einstaklingum og eiga sér djúpar rætur segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann segir samstarf og samskipiti ríkjanna hafa stóraukist á síðustu árum.

„Fyrst er nú rétt að nefna að við sendum verðandi forseta Bandaríkjanna bestu kveðjur á þessum merkilega degi. Ég held að það verði nú kannski annarra að greina forsetatíð Trumps en ég held hins vegar að hún verði nokkuð lituð af þessum síðustu dögum. Og ég þarf ekkert að hafa fleiri orð um það ég hef tjáð mig um þau mál,“ segir Guðlaugur Þór um valdatíð Trumps. 

Hann segir hins vegar að samstarf og samskipti Bandaríkjanna og Íslands hafa stóraukist á undanförnum árum. „En þau byggja ekki á einstaklingum, samskipti Íslands og Bandaríkjanna eiga sér miklu dýpri rætur. Við höfum í okkar hagsmunagæslu verið í samskiptum bæði við demókrata og repúblikana. Þó hafi borið hæst hér heimsókn varaforsetans og utanríkisráðherrans að þá kom líka hér fjöldi öldungadeildarþingmanna og fulltrúardeildaþingmanna.“

Viðtal við utanríkisráðherra um valdaskiptin í Bandaríkjunum má sjá í spilaranum hér að ofan.  

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV