Vegna samkomutakmarkanna fer engin eiginleg athöfn fram eins og venja er, en þess í stað verður greint frá viðurkenningum og viðurkenningarhöfum í Víðsjá á Rás 1 klukkan 16:05 og í Menningunni á RÚV klukkan 19:50.
Veitt verður viðurkenning úr Rithöfundasjóði og tilkynnt um styrki úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Auk þess veitir Rás 2 Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi flutning á árinu og tilkynnt um valið á orði ársins 2020.
Í fyrra hlaut Guðrún Eva Mínervudóttir viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf, Bubbi Morthens hlaut Krókinn og hamfarahlýnun var valið orð ársins.