Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar í dag

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV

Menningarviðurkenningar RÚV afhentar í dag

20.01.2021 - 14:38

Höfundar

Afhending menningarviðurkenninga RÚV fer fram með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkana.

Vegna samkomutakmarkanna fer engin eiginleg athöfn fram eins og venja er, en þess í stað verður greint frá viðurkenningum og viðurkenningarhöfum í Víðsjá á Rás 1 klukkan 16:05 og í Menningunni á RÚV klukkan 19:50. 

Veitt verður viðurkenning úr Rithöfundasjóði og tilkynnt um styrki úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs á árinu. Auk þess veitir Rás 2 Krókinn, verðlaun fyrir framúrskarandi lifandi flutning á árinu og tilkynnt um valið á orði ársins 2020.

Í fyrra hlaut Guðrún Eva Mínervudóttir viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf, Bubbi Morthens hlaut Krókinn og hamfarahlýnun var valið orð ársins.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Guðrún Eva Mínervudóttir og Bubbi Morthens.

Menningarsjóðir á vegum RÚV hafa verið starfræktir í fjölda ára, þeir elstu í meira en 60 ár. Á vegum RÚV eru starfræktir þrír sjóðir, Rithöfundasjóður, Tónskáldasjóður Ríkisútvarpsins og Leiklistarsjóður Þorsteins Ö. Stephensen. Markmiðið með þeim er að  efla menningarlífið  í landinu með fjárframlögum til listamanna.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Brýnasta verkefnið er að vera manneskja

Tónlist

Guðrún Eva og Bubbi fá menningarviðurkenningar RÚV

Íslenskt mál

Hamfarahlýnun er orð ársins 2019