Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Lady Gaga söng þjóðsönginn og skartaði friðardúfu

Mynd: EBU / EBU

Lady Gaga söng þjóðsönginn og skartaði friðardúfu

20.01.2021 - 17:03

Höfundar

Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna í dag. Hann verður 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og meðal fastra liða á dagskránni er flutningur þjóðsöngs Bandaríkjanna.

Það féll í hlut bandarísku söngkonunnar og leikkonunnar Stefani Joanne Angelina Germanotta, sem er betur þekkt sem Lady Gaga, að flytja þjóðsönginn. Það gerði hún með miklum glæsibrag.

Lady Gaga klæddist tilkomumiklum kjól sem skarta friðardúfu á barminum vinstramegin. Það er minni með augljósa merkingu í kjölfar stjórnartíðar Donalds Trump sem var oft legið á hálsi fyrir að egna stríðandi fylkingum saman í stað þess að sætta mismunandi sjónarmið.

Hægt er að hlusta á flutning Lady Gaga í spilaranum hér að ofan.

 

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Donald Trump kveður Hvíta húsið

epa08951999 President-elect Joe Biden (L) and Dr. Jill Biden (C) with Vice President-elect Kamala Harris (R) arrive at the East Front of the US Capitol for his inauguration ceremony to be the 46th President of the United States in Washington, DC, USA, 20 January 2021. Biden won the 03 November 2020 election to become the 46th President of the United States of America.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO / POOL
Stjórnmál

Öll helstu tíðindin: Biden og Harris sett í embætti