Það féll í hlut bandarísku söngkonunnar og leikkonunnar Stefani Joanne Angelina Germanotta, sem er betur þekkt sem Lady Gaga, að flytja þjóðsönginn. Það gerði hún með miklum glæsibrag.
Lady Gaga klæddist tilkomumiklum kjól sem skarta friðardúfu á barminum vinstramegin. Það er minni með augljósa merkingu í kjölfar stjórnartíðar Donalds Trump sem var oft legið á hálsi fyrir að egna stríðandi fylkingum saman í stað þess að sætta mismunandi sjónarmið.
Hægt er að hlusta á flutning Lady Gaga í spilaranum hér að ofan.