Þetta kemur fram í viðtali við Arnar Þór í Dr. Football hlaðvarpinu. Þar segir Arnar að ætlunin sé að ráða Davíð Snorra sem þjálfara liðsins. „Það er verið að reyna að klára það núna. Ég er alveg pottþéttur á því að Davíð Snorri mun gera þetta frábærlega. Sama með strákana," segir Arnar Þór Viðarsson.
Arnar þjálfaði U21 árs landsliðið og kom því inn á EM sem hefst í mars á þessu ári. Eiður Smári Guðjohnsen, sem var aðstoðarþjálfari Arnars hjá U21 liðinu, fylgir honum í teymið hjá A-landsliðinu.
Davíð hefur þjálfað U17 landsliðið undanfarin ár og var aðstoðarmaður Þorvaldar Örlygssonar hjá U19 landsliðiði karla. Þá þjálfaði hann Leikni og var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.