Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bidens bíður að byggja brýr

20.01.2021 - 22:00
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsson - RÚV
Forseti Íslands segir Bidens Bandaríkjaforseta bíða að brúa bil og byggja brýr. Trump fyrrverandi forseti sé einn sá umdeildasti í sögu Bandaríkjanna og arfleifð hans markist af því.

Óhætt er að segja að margt hafi verið óvenjulegt á síðasta kjörtímabili  forseta Bandaríkjanna miðað við það við eigum að venjast - en hvernig búi tekur Joe Biden 46. forseti Bandaríkjanna við að mati forseta Íslands?

„Þessar forsetakosningar ollu ósætti í Bandaríkjunum, það var mjótt á mununum. Hans bíður það verkefni að brúa bil, byggja brýr, hverja til einingar frekar en að stuðla að sundrungu og allt gott fólk hlýtur að vona að honum gangi vel á þeirri vegferð.“
Hvernig forseti heldurðu að hann verði?
„Það verður tíminn auðvitað að leiða í ljós, hann er hokinn af reynslu. Og hvað okkur Íslendinga varðar, þá hljótum við að vænta þess að samskipti Íslands og Bandaríkjanna verði jákvæð og svo bíðum við og sjáum til að hve miklu marki Biden Bandaríkjaforseti kemur þar við sögu.“

Trump fyrrverandi forseti var ekki viðstaddur embættistöku Bidens í dag heldur hélt til Flórída  í morgun. Hver verður arfleifð hans að mati Guðna

„Auðvelda svarið væri náttúrlega að segja að það sé allt of snemmt að segja til um það. En ég held að það séu engar ýkjur og óhætt að segja það hér og nú að hann er einn sá umdeildasti sem setið hefur í þessu mikla embætti og arfleifð hans verður mörkuð af því.“