Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Janet Yellen sendir Kínverjum tóninn

19.01.2021 - 16:52
epa08949001 Janet Yellen, President-elect Joe Biden's nominee for Secretary of the Treasury, participates remotely in a Senate Finance Committee hearing on Capitol Hill, in Washington, DC, 19 January 2021.  EPA-EFE/Anna Moneymaker / POOL
Fjarfundabúnaður var notaður þegar Janet Yellen var yfirheyrð. Mynd: EPA-EFE - New York Times
Janet Yellen, sem Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti hefur valið til að gegna embætti fjármálaráðherra í stjórn sinni, segir Biden muni beita öllum tiltækum vopnum til að takast á við allar svívirðilegar, ósanngjarnar og ólöglegar aðferðir sem Kínverjar beita til að grafa undan efnahag Bandaríkjanna.

Yellen lét þessi orð falla þegar hún sat fyrir svörum hjá fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings. Hún sagði að Kínverjar hefðu grafið undan bandarískum fyrirtækjum meðal annars með ólöglegum niðurgreiðslum, undirboðum, hugverkaþjófnaði og viðskiptahindrunum.