Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Birnir og Páll Óskar vs Jón Jónsson og GDRN

Mynd: Birnir og Páll Óskar / Spurningar

Birnir og Páll Óskar vs Jón Jónsson og GDRN

19.01.2021 - 16:30

Höfundar

Það er heldur betur poppað í Undiröldu kvöldsins og óhætt að segja að margar af stærstu poppstjörnum landsins hafi sent frá sér lög síðustu daga. Birnir og Páll Óskar eru með grípandi popplag meðan Jón Jónsson og GDRN, Bubbi, Pétur Örn hugsa um ástina og lífið, Stebbi Hilmars er í hláturskasti, Sverrir Bergmann á hestbaki í Skagafirði og mæðgurnar Ragga og Dísa á þorrablóti með blöðmör í annarri og lifrarpylsu í hinni.

Birnir og Páll Óskar - Spurningar

Birn­ir og Páll Óskar Hjálm­týs­son hafa sent frá sér nýtt grípandi popplag sem heitir Spurn­ing­ar. Lagið fjallar um þær spurn­ing­ar sem kvikna hjá fólki þegar það á í sam­bandi við aðra mann­eskju, nú eða þurfa að komast í sam­band við sjálf­t sig, eins og sést vel í metnaðarfullu myndbandi Magnúsar Leifs­sonar.


Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein

Annað áhugavert samstarf frá því í lok síðustu viku er lag tónlistarfólksins Jóns Jónssonar og GDRN. Lagið er á hugljúfu nótunum og fjallar um ástina en tónlistarfólkið hefur áður unnið saman og var þá líka að spá í ást í laginu Hvað er ást?


Bubbi Morthens - Á horni hamingjunnar

Tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens sendi frá sér nýtt lag af vænt­an­legri plötu á fimmtudaginn. Lagið heit­ir Á horni ham­ingj­unn­ar og er annað lagið af væntan­legri plötu Bubba sem áætlað er að komi út 6. júní.


Pétur Örn Guðmundsson - Andað

Lagið Andað er af væntanlegri sólóplötu nýklippts og rakaðs Péturs Arnar en lagið vann hann ásamt Stefáni Erni Gunnlaugssyni samstarfsmanni sínum úr Buff, sem hefur komið víða við í bransanum á síðustu árum.


Stefán Hilmarsson - Heimur allur hlær

Tónlistarmaðurinn Stefán Hilmarson hefur ásamt Strokvartettinum Sigga sent frá sér lagið Heimur allur hlær. Stefán samdi texta lagsins en lagið er eftir Hallgrím Óskarsson og þeim til aðstoðar í bakröddum eru Hrafnhildur Birna og Margrét Eir.


Sverrir Bergmann - Ég man

Sverrir Bergmann hefur sent frá sér óð sinn um Sauðárkrók og Skagafjörð sem er lagið Ég man. Lagið sem og textinn er eftir Sverri en lagið vinnur hann með Halldóri Smárasyni en myndbandið er unnið með Helga Sæmundi kenndum við skagfirksu söng- og rappsveitina Úlf úlf.


Dísa, Ragga og Spraðabas - Þorragleðigleðigleðigaman

Þorra­lög­in eft­ir Ragn­hildi Gísla­dótt­ur, við texta Stein­unn­ar Þor­valds­dótt­ur, eru nú aðgengi­leg á streymisveitum en það mun vera fyrsta íslenska þorraplatan. Hall­dór G. Páls­son fjalla­bróðir sá um upp­tök­ur en um flutn­ing sér hljóm­sveit­in Spraðabass­ar en hana skipa auk þeirra Ragn­hild­ar og Hall­dórs, Bryn­dís Jakobs­dótt­ir, Sverr­ir Berg­mann, Tóm­as Jóns­son og Magnús Magnús­son.