53 börn í þriðja bekk í Breiðagerðisskóla eru í sóttkví eftir bíóferð á sunnudaginn. Bíóferðin var í tilefni af afmæli eins barnsins og daginn eftir greindist eitt barnanna með COVID-19. Skólastjóri Breiðagerðisskóla segir að sem betur fer hafi verið starfsdagur í skólanum í gær, annars hefðu mun fleiri verið útsettir fyrir smiti.