Útbreiðsla farsóttarinnar – smit nálgast 100 milljónir

epaselect epa08945303 Medical personnel takes a swab sample for coronavirus testing from an infant in Shah Alam, outside Kuala Lumpur, Malaysia, 18 January 2021. An additional stimulus package worth in excess of three billion euro was announced by Malaysia Prime Minister Muhyiddin Yassin  known as ' Malaysian Economic and People Protection Assistance Package' (PERMAI). PERMAI initiative will be based on three main objections, which are to combat the Covid-19 pandemic, to ensure the welfare of the people, and to support the survival of businesses',  Muhyiddin said during a live telecast on 18 January 2021.  EPA-EFE/FAZRY ISMAIL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fjöldi greindra kórónuveirusmita á heimsvísu er nú yfir 95 milljónir. Ríflega 25% smitanna hafa greinst í Bandaríkjunum. Faraldurinn er skæður í Evrópu þessa dagana, meira en 30 milljónir hafa greinst með COVID-19 í álfunni.

Samkvæmt samantekt Johns Hopkins háskólans hafa yfir 2 milljónir dáið úr COVID-19. Flestir í Bandaríkjunum, nærri 400.000, og þar á eftir í Brasilíu eða ríflega 209.000. Í Evrópu hafa yfir 400.000 látist úr sjúkdómnum.

Nýgengi smita í Evrópu

Hér á Íslandi er staðan góð miðað við önnur ríki í Evrópu. Nýgengi smita gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þróun faraldursins. Með nýgengi er átt við fjölda smita á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Sóttvarnastofunun Evrópu (ECDC) heldur utan um tölur um nýgengi á evrópska efnahagssvæðinu og samkvæmt þeim er það nú lægst á Íslandi eða 48,18 en hæst á Tékklandi eða 1.512,84. Hér má sjá nýgengi smita í nokkrum ríkjum á EES svæðinu (miðast við stöðuna eftir fyrstu viku ársins):

Ísland 48,18
Finnland 62,58
Grikkland 82,12
Noregur 157,95
Þýskaland 324,25
Frakkland 329,21
Pólland 329,21
Ítalía 379,05
Spánn 495,07
Danmörk 505,95
Svíþjóð 790,09
Írland 1.253,69
Tékkland 1.512,84

 

Evrópa

Samkvæmt Johns Hopkins hafa ríflega 30 milljónir greinst með COVID-19 í Evrópu og dauðsföll eru yfir 660.00. Rússland er það ríki þar sem flestir hafa greinst eða yfir 3,5 milljónir. Bretland fylgir fast á eftir með ríflega 3,4 milljónir smita. Bretum hefur gengið illa að ná tökum á faraldrinum og kenna helst um stökkbreyttu afbrigði veirunnar sem smitast hraðar en önnur afbrigði. Í nágrannalandinu Írlandi hefur smitum einnig fjölgað hratt og nýgengi smita er eitt það hæsta í Evrópu. Gröfin hér fyrir neðan byggja gögnum frá ECDC og sýna þróun faraldursins á síðasta ári og fyrstu viku þessa árs.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Norður-Ameríka

Yfir 24,5 milljónir smita hafa greinst í álfunni samkvæmt Johns Hopkins. Þar af nærri 24 milljónir í Bandaríkjunum, sem er um fimmtungur allra smita í heiminum. Fjöldi smita á dag hefur verið um og yfir 200.000 nánast samfleytt frá því í nóvember. Bólusetning er hafin með bóluefnum Pfizer/BioNTech og Moderna í Bandaríkjunum en hún er sögð ganga bæði hægt og illa. Joe Biden, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á miðvikudag, hefur lofað að ráða bót á því.

 
 

Suður-Ameríka

Í Suður-Ameríku hafa 17,5 milljónir greinst með veiruna. Langflest smit eru í Brasilíu, nærri átta og hálf milljón. Þar eins og í Bretlandi hefur greinst stökkbreytt afbrigði veirunnar sem virðist smitast hraðar á milli manna. Næst flest eru þau í Kólumbíu eða nálægt 2 milljónum.

 
 
 
 

Asía

Í Asíu hefur verið tilkynnt um tæplega 14,7 milljónir smita. Yfir 10,5 milljónir hafa greinst á Indlandi, næst fjölmennasta ríki heims. Athygli vekur að samkvæmt opinberum tölum frá Kína, fjölmennasta ríki heims, hafa aðeins tæplega 98.000 greinst með COVID-19. Veiran á einmitt upptök sín í borginni Wuhan í Kína. Reglulega berast fréttir af því að fólk sé skikkað í útgöngubann þar í landi þegar veirusmitum tekur að fjölga. Nú síðast var hátt í þremur milljónum skipað að halda sig heima í Jilin-héraði í austurhluta landsins. 

 
 
 
 
 
 

Afríka

Í allri Afríku hafa tæplega 3,3 milljónir greinst með COVID-19. Mesti fjöldi smita er í Suður-Afríku eða ríflega 1,3 milljónir. Enn eitt stökkbreytt afbrigði sem smitast hraðar greindist þar nýlega. Á heildina litið virðast fá smit í ríkjum Afríku miðað við mörg önnur ríki í heiminum. Norður-Afríku ríkin Marokkó, Túnis og Egyptaland fylgja á eftir Suður-Afríku hvað varðar fjölda smita. Í Marokkó nálgast þau 460 þúsund, ríflega 180 þúsund hafa greinst í Túnis og rétt yfir 156 þúsund í Egyptalandi. 

 
 
 
 
 
 

Eyjaálfa

Af heimsálfunum hafa fæstir greinst í Eyjaálfu, rétt yfir 57 þúsund. En þar býr líka fæst fólk. Tæplega 29 þúsund Ástralar hafa greinst með COVID-19 og tæplega 2.300 hafa greinst á Nýja-Sjálandi. Á Nýja-Sjálandi hafa verið harðar takmarkanir á landamærunum. Markmiðið er með því er að halda veirunni frá og virðist það hafa tekist ágætlega. 

 
 
18.01.2021 - 18:09