
Snjóflóð féll á veginn um ÓIafsfjarðarmúla
Ófært er á Þverárfjalli og þæfingsfærð á Siglufjarðarvegi en hálka eða snjóþekja annars á svæðinu og éljagangur eða skafrenningur allvíða. Óvissustig er á Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu.
Við Heiðarsporð á Holtavörðuheiði verður umferðarhraði lækkaður niður í 50 km á klukkustund og gæti komið til stuttra lokana næstu vikur, vegna vinnu á svæðinu.
Á Vestfjörðum er þæfingsfærð og skafrenningur á Þröskuldum og Klettshálsi en á öðrum leiðum er hálka eða snjóþekja og víða skafrenningur.
Umtalsverðar slitlagsskemmdir eru á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skemmdirnar eru mestar á Mikladal á um 4-5 km kafla og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega þar sem aðstæður gætu verið varasamar á köflum.
Þá verða tafir á umferð frá miðnætti í nótt í Hvalfjarðargöngum vegna prófana á búnaði.