Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Portúgal tekur efsta sætið eftir sigur á Alsír

epa08946845 Victor Iturriza (R) of Portugal in action during the match between Portugal and Algeria at the 27th Men's Handball World Championship in Cairo, Egypt, 18 January 2021.  EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Portúgal tekur efsta sætið eftir sigur á Alsír

18.01.2021 - 19:22
Portúgal fer með fjögur stig í milliriðla eftir að hafa unnið sjö marka sigur á Alsír, 26-19, og þar með tryggt sér toppsætið í F-riðli.

Portúgalir hafa þar með unnið alla leiki sína í riðlinum og enda því með sex stig í riðlinum á meðan Alsír er með tvö. Leikur Íslands og Marokkó á eftir er sá síðasti í riðlinum.

Þá fer Frakkland líka áfram með fjögur stig eftir að hafa unnið Sviss naumlega 25-24 í E-riðli. Noregur og Austurríki mætast í kvöld en Noregur og Sviss eru með tvö stig í riðlinum en Austurríki án stiga.